Brunavarnir Austur-Húnavatnssýslu (BAH) er öflugt björgunarlið sem hefur margþættu hlutverki að gegna við almenning, fyrirtæki og stofnanir á starfssvæðinu. Helstu verkefni liðsins eru:        
 
Slökkvistörf
Forvarnir og eldvarnaeftirlit
Viðbrögð við mengunaróhöppum
Almannavarnir
Verðmætabjörgun
Björgun fólks utan alfaraleiða
Tilfallandi aðstoð við almenning
 
Starfssvæði BAH nær til sveitarfélaganna tveggja sem standa sameiginlega að rekstri liðsins. Þau eru Blönduósbær og Húnavatnshreppur. Liðið hefur einnig skyldur um aðstoð við nærliggjandi sveitarfélögum. Hér má nálgast brunavarnaáætlun fyrir starfsvæði Brunavarna A-Hún. sem gerð var árið 2005 og en nú í endurskoðun.
 
 
 
20 slökkviliðsmenn eru hlutastarfandi í Brunavörnum A-Hún. Tækjakostur liðsins saman stendur af tveimur slökkvibifreiðum og einni þjónustubifreið.
 
 

 
 
 
Beinn sími á slökkvistöð er 452-4327
Slökkviliðsstjóri            er Jón Jóhannsson  Beinn sími: 895-2055 
Varaslökkviliðsstjórar eru Ragnar Heiðar Sigtryggsson Beinn sími: 893-0466
                                        &   Hjálmar Björn Guðmundsson Beinn sími: 843-0016
 
Stjórn Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu skipa:
Arnar Þór Sævarsson, formaður
Magnús Sigurðsson
Magnús Valur Ómarsson
 
 
 
 
Markmið:
Markmið Mannvirkjastofnunnar og slökkviliðanna í landinu er að vernda líf, heilsu fólks, umhverfi og eignir með því að tryggja fullnægjandi eldvarnaeftirlit og viðbúnað við eldsvoðum og mengunaróhöppum á landi.
 
Brunamálastofnun hefur einnig yfirumsjón með rafmagnsöryggismálum á Íslandi, skoðunum á raforkuvirkjum, neysluveitum, öryggisstjórnunarkerfum rafveitna og rafverktaka og sinnir hluta af markaðseftirliti raffanga.
 
 
Deild LSS í Austur-Húnavatnssýslu:
Hjá Brunvörnum Austur-Húnavatnssýslu er starfandi deild innan Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Sú deild snýr að kjara- og réttindamálum slökkvilismanna.
 
Formaður þeirrar deildar og trúnaðarmaður slökkviðlismanna á svæðinu er: Ragnar Heiðar Sigtryggsson
 
 

 

Staðsetning

  • Norðurlandsvegur 2 
  • 540 Blönduós 

Símanúmer

  • Sími: 452-4327