Allir þeir slökkviliðsmenn sem sinna eldvarnaeftirliti skulu hafa lokið námi sem eldvarnaeftirlitsmaður I eða lokið sambærilegu námi. Menntun starfsmanna eldvarnaeftirlits skal vera í samræmi við þá þjónustu sem slökkvilið skal veita samkvæmt brunavarnaáætlun viðkomandi sveitarfélags.
 
Námið skiptist í eftirfarandi þrjá hluta:
 
 
Eldvarnaeftirlitsmaður I: Grunnnám fyrir eldvarnaeftirlitsmenn þannig að þeir geti unnið við almennt eldvarnareftirlit. Námið er 70 kennslustundir.
Eldvarnaeftirlitsmaður II: Framhaldsnám fyrir eldvarnaeftirlitsmenn þannig að þeir geti starfað sjálfstætt að sérhæfðu eldvarnareftirliti svo sem að annast lokaúttektir. Námið er 30 kennslustundir.
Eldvarnaeftirlitsmaður III: Framhaldsnám fyrir þá sem stjórna og bera ábyrgð á eldvarnaeftirliti sveitarfélaganna. Námið er 30 kennslustundir.
 
 
Eldvarnaeftirlitsmenn skulu sækja a.m.k. eitt viðurkennt endurmenntunarnámskeið á hverju fimm ára tímabili. Hafi slökkviliðsmaður sótt önnur námskeið getur hann sótt um til skólaráðs að fá það metið sem endurmenntun.
 

Staðsetning

  • Norðurlandsvegur 2 
  • 540 Blönduós 

Símanúmer

  • Sími: 452-4327