Hvað gerðist? - Þegar þú hefur greint atburðinn, veist hvað er að, hefur upplýsingar, hringir þú í 112.
 

Neyðarvörður svarar þér - Vertu viðbúinn að svara spurningum.

Ekki slíta samtalinu! - Neyðarvörður ákveður hvenær nauðsynlegar upplýsingar hafi borist frá þér.
 
 
Að hringja í 1-1-2
Neyðarverðir eru á vakt allan sólarhringinn, árið um kring. Aðstaða er fyrir átta neyðarverði í varðstofunni í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð en tvö borð eru í varastöðinni á Akureyri.
 
 
Í neyðaratburði má búast við að skapist, öngþveiti, hræðsla og streita. Þegar mikið álag myndast, gengur allt miklu hægar. Ef þú veist hvernig á að bregðast við minnkar álagið og streitan. Það skapar dýrmætan tíma, sem getur oft skipt á milli lífs og dauða.
 
Vertu meðvitaður um hvað gerist þegar þú hringir í 112. Það er góður undirbúningur, sem mikilvægt er að hafa í huga ef neyðaratburður snertir þig.
 
Hverjir geta hringt og hvar?
 
Allir geta hringt í 112, úr farsímum og úr símtækjum í almenna símkerfinu.
Samband næst við 112 óháð því hvort síminn er lokaður t.d. vegna vanskila.
 
GSM. Úr GSM símum næst samband þar sem skilyrði eru vegna staðsetningar senda.
Samband næst óháð því hvort símakort sé í símanum eða ekki.
 
NMT. Úr NMT símum næst samband þar sem skilyrði eru vegna staðsetningar senda.
 
Irridium - gervihnattasímar. Til þess að ná í íslensku Neyðarlínuna 112 þá þarftu að hringja í 00354- 8090112, þetta númer getur þú sett í skammval eða forritað í Irridium símann.
 
Hafnarsímar. Beiðni um aðstoð Neyðarlínunnar 112 getur komið í gegnum fasta síma sem staðsettir eru í höfnum landsins. Þessir símar eru í flestum tilvikum einvalssímar þ.e. aðeins er hægt að hringja beint í 112 enginn annar valkostur er gefinn. Símar þessir eru sérmerktir, auðsjáanlegir öllum í þeim höfnum sem þeir eru uppsettir í.
 
Hvalfjarðargöng og önnur göng á landinu. Svipað fyrirkomulag og með svipaðri virkni og hafnarsímar. Þessir símar eru í flestum tilvikum einvalssímar þ.e. aðeins er hægt að hringja beint í 112 enginn annar valkostur er gefinn. Símar þessir eru yfirleitt í sérstökum kössum og / eða merktir með síma eða neyðarsímamerkingu.
 
Hvað gerist við innhringingu
Í innhringingu verður til mál í gagnagrunni 112 óháð erindi. Við innhringingu úr fastlínusíma kemur strax fram hvaðan er hringt, bæði sem staðsetning á korti ásamt upplýsingum um skráðan eiganda símans.
 
 
Þegar hringt er úr GSM síma koma sömu upplýsingar um skráðan eiganda símans ásamt því að auðlesanlegt er af korti, frá hvaða sendi síminn kemur í gegn. Þetta er alltaf sjálfvirk vinnsla sem er þá orðið viðhengi máls innhringjanda.
 
Í gagnagrunni er hægt að vinna úr upplýsingum eins og uppgefnum GPS hnitum vegna staðsetningar.
 
Hægt er að kalla fram staðsetningu út frá flestum örnefnum, fjöllum, ám, vötnum, bæjum og götum svo eitthvað sé nefnt.
 
Öll mál, allar innhringingar til 112 hafa þessa byrjunarvinnslu óháð hverslags erindi er verið að aðstoða með.
 
Heimild: www.112.is
 
 
 
 
 
 

Staðsetning

  • Norðurlandsvegur 2 
  • 540 Blönduós 

Símanúmer

  • Sími: 452-4327